Strandlengjan 2000

Strandlengjan 2000

Kaupa Í körfu

Strandlengjan 2000 er yfirskrift útisýningar Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík sem opnuð verður í dag. Sýningin er staðsett við norðurströnd Reykjavíkur, meðfram Sæbrautinni, frá Reykjavíkurhöfn og yfir mót Kringlumýrarbrautar. Myndatexti: 13. EYGLÓ HARÐARDÓTTIR / SÝNIREITIR. Verkið samanstendur af fjórum sýnireitum á manngerðum grjótgarði á strandlengjunni. Sýnireitirnir eru afmarkaðir með strengdum plastdúk, hver reitur hefur sinn lit, hvítur, blár, rauður og appelsínugulur. Uppfyllingarefnið í grjótgarðinum er úr mörgum mismunandi bergtegundum og steypubrotum, upprunið víða. Upprunann er ekki hægt að staðsetja nákvæmlega en með ákveðnu flokkunarkerfi er hægt að raða upp upplýsingum og setja efnið í fyrirfram ákveðin kerfi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar