Jesúganga

Jesúganga

Kaupa Í körfu

Jesúganga fór fram í miðbænum á laugardaginn og stóðu íslensku söfnuðirnir Vegurinn, Fíladelfía, Krossinn, Frelsið og Íslenska kristkirkjan fyrir henni. Jesúgangan er alþjóðleg en gengið er í nafni Jesú einu sinni á ári víðsvegar um heiminn. Íslenskir göngumenn hittust á Ingólfstorgi en þaðan var gengið um miðbæinn og í kringum Tjörnina. Að lokinni göngu var haldin bænastund á Ingólfstorgi, þar sem meðal annars var beðið fyrir landi og þjóð en einnig fyrir börnum heims, sem víða búa við mikla neyð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar