Fjölskyldu- og húsdýragarður

Sverrir Vilhelmsson

Fjölskyldu- og húsdýragarður

Kaupa Í körfu

Margt var um manninn á fjölskyldudegi í Laugardalnum sl. laugardag. Dagurinn markaði lok Íþróttahátíðar í Reykjavík sem Íþróttabandalag Reykjavíkur stóð fyrir og er liður í dagskránni "Menning og æska", norrænu móti ungmenna sem haldið er af Ungmennafélagi Íslands. Ýmislegt var á döfinni í dalnum og var m.a. frítt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem ungir vegfarendur kunnu svo sannarlega að meta. Meðal þess sem fyrir augu bar var Götuleikhús frá Finnlandi, körfubolta- og púttmót, danssýningar og fjölbreytt tónlistaratriði. Myndatexti: Brettaiðkendur sýndu listir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar