Verðlaun

Arnaldur

Verðlaun

Kaupa Í körfu

Verkefninu "Útflutningsaukning og hagvöxtur" lokið í 10. skipti SÍÐASTLIÐINN miðvikudag luku 9 íslensk fyrirtæki þátttöku í verkefninu "Útflutningsaukning og hagvöxtur" á vegum Útflutningsráðs Íslands. Þetta er þróunarverkefni sem Útflutningsráð gengst fyrir í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Íslandsbanka - FBA fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, sem hafa áhuga á að hefja útflutning eða festa í sessi útflutning sem þegar er hafinn. Verkefnið tekur 10 mánuði og þetta var í 10. skiptið sem það var haldið. Fyrirtækin 9 sem þátt tóku í verkefninu að þessu sinni eru: Ásprent hf. og Glófi ehf. á Akureyri; Eyrareldi ehf. og Þingból hf. á Tálknafirði; Sjávarleður hf. á Sauðárkróki; Pottagaldrar, Gullsmiðja Reykjavíkur, Leðuriðjan ehf. og Íshreinn í Reykjavík. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar