Seyðisfjörður - Uppbygging menningarmiðstöðvar

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Seyðisfjörður - Uppbygging menningarmiðstöðvar

Kaupa Í körfu

Unnið að uppbyggingu Skaftfells sem menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði Sambönd við evrópskt listalíf Hópur áhugamanna vinnur að viðgerðum á Skaftfelli á Seyðisfirði og uppbyggingu menningarmiðstöðvar. Hópurinn er með metnaðarfull áform um sýningarhald enda með tengsl við evrópskt listalíf. Helgi Bjarnason kynnti sér uppbygginguna. ÞETTA er allt að ganga fram. Það er svo kraftmikill hópur sem starfar að uppbyggingunni og íbúarnir eru að átta sig á því að þetta er ekki tóm vitleysa," segir Garðar Eymundsson, trésmíðameistari á Seyðisfirði. Garðar og kona hans, Karólína Þorsteinsdóttir, gáfu húsið Skaftfell til lista- og menningarstarfs fyrir nokkrum árum og hefur verið unnið skipulega að endurgerð hússins og uppbyggingu menningarmiðstöðvar MYNDATEXTI: Garðar Eymundsson húsasmíðameistari gaf Skaftfell til lista- og menningarstarfs og Gréta, dóttir hans, er nú framkvæmdastjóri menningarmiðstöðvarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar