Biblían

Jim Smart

Biblían

Kaupa Í körfu

Hópur bifhjólamanna færði í gær herra Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, nýja útgáfu af Biblíunni í kiljuformi. Biskup afhenti síðan Jóni Gnarr, leikara og útvarpsmanni, fyrsta eintakið. Biskup sagði að með þessu væri Biblíufélagið að undirstrika að Biblían ætti erindi við alla, hún ætti ekki eingöngu heima í helgidómum og stássstofum heldur alls staðar og meðal allra. Orð Guðs hafi í gegnum tíðina borist með ólíkum sendiboðum og í mismunandi umbúðum en boðskapurinn eigi alltaf jafnmikið erindi til fólks. Myndatexti: Hópur bifhjólamanna færði biskupi nýja kiljuútgáfu af Biblíunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar