Jarðskjálftar

Þorkell Þorkelsson

Jarðskjálftar

Kaupa Í körfu

Litlu munaði að ungt par yrði innlyksa í litlu herbergi í húsinu að Freyvangi 19 á Hellu þegar skjálftinn gekk yfir. Miklar sprungur komu í veggi hússins, einkum tengibyggingu við viðbyggingu, og gengu hurðir til svo mjög að parið nærri lokaðist inni. Svo fór þó ekki og náðu ungmennin að flýja út í garð undan hrynjandi innanstokksmunum og öðru lauslegu. Myndatexti: Margrét Scheving var í óða önn að koma skikkan á herbergið sitt, en allt lauslegt endaði á gólfinu við skjálftann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar