Eldfjall á Aðalþingi

Eldfjall á Aðalþingi

Kaupa Í körfu

Eldgosið tekur á sig ýmsar myndir hjá krökkunum í leikskólanum Aðalþingi Eldgosið hefur ekki farið framhjá börnunum í leikskólanum Aðalþingi í Kópavogi. Þau eru vægast sagt mjög áhugasöm um eldsumbrotin og nýta hvert tækifæri til að prófa sig áfram í að skapa eldfjöll úr alls kyns efniviði. Með fullan sandkassa og vatnsslöngu að vopni bjuggu þau til þetta fína eldspúandi eldfjall þar sem hraunið vellur niður hlíðarnar. Hvað er skemmtilegra en að læra í gegnum líflegan leik?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar