Féð kom vænt af Flóa- og Skeiðamannaafrétti

Ingveldur Geirsdóttir

Féð kom vænt af Flóa- og Skeiðamannaafrétti

Kaupa Í körfu

Fjallkóngur: Ingvar Hjálmarsson bóndi á Fjalli á Skeiðum með fjársafnið sitt í bakgrunni í réttardilknum. Hann segir féð koma vænt af fjalli Flóa- og Skeiðamenn réttuðu á laug- ardaginn í Reykjarétt á Skeiðum í Árnessýslu. Blíðskaparveður var á réttardaginn og þó að rúmlega fjög- ur þúsund fjár hafi verið í réttunum mátti ekki sjá mun á hvort meira væri af fé eða fólki. „Mér finnst féð með allra besta móti, vænt og jafnt. Hjörðin hér í réttunum er afskaplega falleg öll,“ sagði Ingvar Hjálmarsson, fjall- kóngur í austurleit á Flóa- og Skeiðamannaafrétti, þegar hann var tekinn tali á réttardaginn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar