ÁRNI FRIÐRIKSSON RE 200 heldur til loðnurannsókna
Kaupa Í körfu
Eftir 10 daga viðhald og klössun í Slippnum á Ak- ureyri hélt rannsóknaskipið Árni Friðriksson í gær til loðnurannsókna. Reiknað er með að leiðangurinn geti staðið í allt að þrjár vikur og er verkefnið tvíþætt. Annars vegar verður stærð veiðistofns loðnunnar á komandi vertíð metinn og hins vegar magn ársgam- allar loðnu sem ber uppi veiðina veturinn 2015/16. Á tímabili var útlit fyrir að ekki yrði af leiðangr- inum, en í byrjun mánaðarins samþykkti ríkisstjórnin að fjármálaráðherra beitti sér fyrir því að Hafrann- sóknastofnun fengi aukið fjármagn svo hægt yrði að fara í verkefnið. Í leiðangrinum verður byrjað að svipast um við landgrunnskantinn úti fyrir Norðurlandi og verður farið eins austarlega og þörf verður á. Síðan verður farið með landgrunnsbrúninni vestur á bóginn í átt að Austur-Grænlandi eins langt og þarf. Þaðan vinn- ur skipið sig suður á bóginn. Leiðangursstjóri er Sveinn Sveinbjörnsson og skipstjóri Guðmundur Bjarnason
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir