Tvíhöfði

Þorkell Þorkelsson

Tvíhöfði

Kaupa Í körfu

Á myndinni hér fyrir ofan er ekki að finna þriðja höfuð Tvíhöfða heldur er þetta afar lánsamur ungur maður, Davíð Ólafur að nafni, sem situr þarna á milli Tvíhöfða. En hann hefur á stuttum tíma tryggt sér tvær fríar máltíðir á veitingahúsinu Apótek í Austurstræti. Í bæði skiptin hefur hann verið í för með stórstjörnum. Fyrst fékk hann að sitja að snæðingi með evróvisjónprinsessunni Selmu og síðan með konungum grínsins í Tvíhöfða. Ástæða seinni máltíðarinnar var sú að pilturinn varð ekki alveg nægilega saddur eftir þá fyrri og ákvað þá Tvíhöfði að koma sveltandi manni til bjargar enda þekktur fyrir að vera einstaklega góðhjartað gæðablóð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar