Freri RE

KRISTINN INGVARSSON

Freri RE

Kaupa Í körfu

Frystitogarinn Freri RE 73 er kominn í slipp. „Hann er ennþá til sölu og því miður hefur ekki tekist að ná saman milli væntanlegra kaupenda og seljenda,“ segir Hjörtur Gíslason, stjórnar- formaður Ögurvíkur. Þá hefði ekki komið tæki- færi til þess að gera Frera út á ný, en hann fór síðast á miðin sumarið 2013. Hjörtur segir að fjölmargar áhugaverðar fyrirspurnir hafi borist um skipið, þó að ekki hafi tekist að selja það enn. „Þeir eru margir sem hafa boðið okkur að koma með sér í ævintýri,“ segir Hjörtur. Freri hóf feril sinn hjá Bæjarútgerð Reykja- víkur árið 1973 undir heitinu Ingólfur Arnarson og er skipið eitt af hinum svonefndu Spánartog- urum, sem fengnir voru til landsins á áttunda áratug 20. aldar. Voru þeir stærri en flestir hinna togaranna sem komu til landsins á þeim árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar