Skipholt 11-13

Skipholt 11-13

Kaupa Í körfu

Upphaf fasteignafélag hefur kynnt útlit nýs fjölbýlishúss í Skipholti 11- 13 í Reykjavík fyrir nágrönnum. Kynningin fór fram með dreifibréfi sem Morgunblaðið fékk afrit af frá íbúa í hverfinu. Tölvumyndin hér til hliðar er frá fasteignafélaginu. Framkvæmdirnar hófust fyrir nokkrum vikum en hér er verið að breyta gömlu iðnaðarhúsnæði í íbúðir. Húsið er byggt árið 1968. Það var hannað og byggt sem bak- arí. Að sögn Péturs Hannessonar, framkvæmdastjóra Upphafs fast- eignafélags, verða 20 íbúðir á þrem- ur hæðum sem verða byggðar ofan á núverandi hús. Þar verða 16 tveggja herbergja íbúðir og 4 stærri íbúðir á efstu hæð, þeim mun fylgja stæði í bílskúr/bílageymslu en litlu íbúðirnar verða allar með bílastæði á baklóð. Íbúðirnar fara í sölu snemma næsta vor og verða tilbún- ar í október 2015

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar