Jarðböðin við Mývatn

Baldur Arnarson

Jarðböðin við Mývatn

Kaupa Í körfu

Tímamót urðu í sögu Skútustaða- hrepps í gær þegar deiliskipulag fyr- ir nýja götu í Reykjahlíð var sam- þykkt á sveitarstjórnarfundi. Nýja gatan er til marks um uppgang í at- vinnulífi Mývatnssveitar. Yngvi Ragnar Kristjánsson, odd- viti Skútustaðahrepps, segir að á 9. áratugnum hafi gatan Birkihraun verið lögð í Reykjahlíð, helsta þétt- býlisstað Mývatnssveitar. Síðan hef- ur gata ekki verið lögð við Mývatn. Nýja gatan hefur ekki fengið nafn. „Þetta er gleðidagur í hreppnum. Við eigum ekkert laust húsnæði í Reykjahlíð til leigu. Aukin umsvif í ferðaþjónustu laða að fólk. Hingað koma 120-150 manns til að starfa í ferðaþjónustu á sumrin.“ Kísiliðjan við Mývatn var stærsti vinnustaður svæðisins í áratugi. Þeg- ar tvísýnt var um framtíð verksmiðj- unnar voru blikur á lofti í atvinnulífi Mývatnssveita

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar