Hvalur 8 og 9 við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hvalur 8 og 9 við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn

Kaupa Í körfu

Hvalvertíðinni þetta sumarið lauk formlega í gær þegar Hvalur 8 og Hvalur 9 komu til hafnar í Reykja- vík. Að sögn Kristjáns Loftssonar, framkvæmdastjóra Hvals hf., er veð- urútlit slæmt næstu daga, auk þess er farið að bregða birtu og var því ákveðið að hætta veiðum. Hvalvertíðin hófst 15. júní og stóðu veiðar því yfir í 103 daga. Alls veiddu hvalbátarnir tveir 137 langreyðar á vertíðinni. Í fyrrasumar stóð vertíðin í 105 daga og þá veiddust 134 lang- reyðar. Kvótinn er 154 dýr en heimilt er að færa 20% milli ára. Að sögn Kristjáns Loftssonar var veður frekar óhagstætt til hvalveiða í sumar og langir brælukaflar. Lengst þurftu hvalbátarnir að liggja sex daga samfleytt í Hvalfirði á meðan veður lagaðist. September var aftur móti hagstæður enda veiddust 37 langreyðar í þessum mánuði. Það var óvenjulegt við þessa vertíð að flest dýrin veiddust suður af Vest- mannaeyjum en venjulega hafa hval- bátarnir sótt á mið undan Vest- urlandi og út af Garðskaga. Kristján segir að mikill fjöldi hvala hafi verið við landið í sumar og sé enn. Alls störfuðu um 150 manns hjá Hval hf. í sumar við veiðar og vinnslu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar