Ný "selfie" tækni er mikill gleðigjafi

Ný "selfie" tækni er mikill gleðigjafi

Kaupa Í körfu

Að taka myndir af sjálfum sér, svokallaðar „selfie“, nýtur mikillar hylli um þessar mundir. Til að ná sem bestri sjálfsmynd er gott að hafa framlengingu á handleggnum eða svokallaða sjálfsmyndastöng. Slíkur búnaður virðist þó ekki vera búinn að ryðja sér til rúms hér á landi. Afgreiðslumaður í ljósmyndavöruversluninni Beco sagði að þeir væru aðeins með stöng fyrir GoPro-vélar sem væri hægt að nota fyrir annarskonar myndavélar með sérstöku millistykki. Hann sagði stöngina aðallega keypta af veiðimönnum sem vilja geta stungið GoPro-vélinni ofan í vatn. Hjá vefversluninni Aukahlutir.net er hægt að kaupa sjálfsmyndastöng með bluetooth fyrir síma. Verslunin hóf sölu á þeim í síðustu viku svo ekki er komin reynsla á vinsældir búnaðarins á Íslandi. Afgreiðslumaðurinn hjá Aukahlutum.net sagði að slíkar stangir sæjust mikið á vinsælum ferðamannastöðum í útlöndum en þá er stöngin notuð til að lyfta myndavélinni upp fyrir mannfjöldann til að ná betri myndum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar