Ný "selfie" tækni er mikill gleðigjafi
Kaupa Í körfu
Að taka myndir af sjálfum sér, svokallaðar „selfie“, nýtur mikillar hylli um þessar mundir. Til að ná sem bestri sjálfsmynd er gott að hafa framlengingu á handleggnum eða svokallaða sjálfsmyndastöng. Slíkur búnaður virðist þó ekki vera búinn að ryðja sér til rúms hér á landi. Afgreiðslumaður í ljósmyndavöruversluninni Beco sagði að þeir væru aðeins með stöng fyrir GoPro-vélar sem væri hægt að nota fyrir annarskonar myndavélar með sérstöku millistykki. Hann sagði stöngina aðallega keypta af veiðimönnum sem vilja geta stungið GoPro-vélinni ofan í vatn. Hjá vefversluninni Aukahlutir.net er hægt að kaupa sjálfsmyndastöng með bluetooth fyrir síma. Verslunin hóf sölu á þeim í síðustu viku svo ekki er komin reynsla á vinsældir búnaðarins á Íslandi. Afgreiðslumaðurinn hjá Aukahlutum.net sagði að slíkar stangir sæjust mikið á vinsælum ferðamannastöðum í útlöndum en þá er stöngin notuð til að lyfta myndavélinni upp fyrir mannfjöldann til að ná betri myndum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir