Myndir af Dóra skóara frá AKI

Rúnar Þór

Myndir af Dóra skóara frá AKI

Kaupa Í körfu

Halldór Árnason, Dóri skó, lokar skósmíðaverkstæðinu eftir hartnær 40 ár Hef alla tíð lifað á konum "ÉG HEF alla tíð verið maður sem ekki getur verið kyrr. Hef aldrei kunnað við að gera ekki neitt," sagði Halldór Árnason, skósmiður á Akureyri í áratugi, en hann hefur frá 13 ára aldri aldrei verið kallaður annað en Dóri skó. Hann er nú að hætta störfum, lokar "sjoppunni" í dag, föstudag en hann hefur gert við skó Akureyringa og nærsveitarmanna í hartnær fjóra áratugi og þau skipta tugum þúsunda skópörin sem hann hefur farið höndum um. MYNDATEXTI: Dóri skó keypti vélar sínar nýjar árið 1953 og ekki er nýjungagirninni fyrir að fara hjá honum því hann hefur ekki séð ástæðu til að skipta þeim út fyrir nýjar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar