Peysufatadagur Kvennaskólans
Kaupa Í körfu
Árlegur peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík fór fram í dag. Á Peysufatadaginn, sem er gömul hefð skólans, klæðast nemendur fjórða bekkjar að þjóðlegum sið, dansa og syngja saman. Í morgun hófu kvenskælingar daginn á að dansa fyrir utan menntamálaráðuneytið. Þaðan var farið í Kvennaskólann þar sem dansað og sungið fyrir nemendur, starfsfólk og gesti. Í hádeginu var förinni heitið á dvalarheimilið Grund þar sem ljósmyndari mbl.is náði þessum skemmtilegu myndum af hópnum. Þar var dansað fyrir íbúa og starfsfólks heimilisins. Peysufatadagurinnhefur verið haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum frá árinu 1921. Í þá daga voru aðeins stúlkur nemendur við Kvennaskólann og þær ákváðu til hátíðabrigða að koma á peysufötum í skólann og gera sér dagamun á eftir. Þetta var fyrsti peysufatadagurinn og hefur hann verið endurtekinn árlega síðan þá.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir