Sue Hodder

Sue Hodder

Kaupa Í körfu

SUE HODDER, EINN FREMSTI VÍNGERÐARMAÐUR ÁSTRALÍU, VAR STÖDD HÉRLENDIS Í VIKUNNI EN HÚN HEFUR VERIÐ VÍNGERÐARMAÐUR WYNNS Í ÁSTRALÍU Í 22 ÁR. HODDER ER MARGVERÐLAUNAÐUR VÍNGERÐARMAÐUR SEM SEGIR LYKILINN AÐ GÆÐUM VÍNS SEM FRAMLEITT ER Í COONAWARRA-HÉRAÐI ÁN EFA LOFTSLAGIÐ. Snemma á þessu ári var Eiríkur S. Svavarsson, hæstaréttarlögmaður og vínáhugamaður, ásamt eiginkonu sinni á ferð um Ástralíu og mátti til með að sækja heim eina af sínum uppáhaldsvínekrum, Wynns í Coonawarra-héraði í suðurhluta landsins. Var honum tekið með kostum og kynjum og fékk meðal annars leiðsögn um vínekruna og -kjallarana hjá aðalvíngerðarmanni Wynns, Sue Hodder. Vel fór á með þeim og þótti Hodder merkilegt að Eiríkur væri kominn alla þessa leið. „Þennan mann verð ég að hitta,“ mun hún hafa sagt. Þegar þau kvöddust hvatti Eiríkur Hodder til að sækja sig heim væri hún á ferð í Evrópu. Hún tók hann á orðinu og í vinnuferð sinni í Bretlandi hafði hún þriggja daga viðkomu á Íslandi. Dvaldist á heimili Eiríks og var heiðursgestur í vínsmökkunarklúbbi sem hann hefur átt aðild að í tvo áratugi. „Vín sameinar fólk. Það er gömul saga og ný. Þetta hefur verið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar