Peysufatadagur Kvennaskólans

Peysufatadagur Kvennaskólans

Kaupa Í körfu

Nemendur Kvennaskólans heimsækja vistfólk á Grund. Peysufatadagur Reynir Jónasson harmónikuleikari sá um að halda uppi fjörinu á árlegum Peysufatadegi Kvennaskólans í Reykjavík þar sem nemendur heimsóttu vistfólk á Grund. Árlegur peysufatadagur Kvennaskólans í Reykjavík fór fram í dag. Á Peysufatadaginn, sem er gömul hefð skólans, klæðast nemendur fjórða bekkjar að þjóðlegum sið, dansa og syngja saman. Í morgun hófu kvenskælingar daginn á að dansa fyrir utan menntamálaráðuneytið. Þaðan var farið í Kvennaskólann þar sem dansað og sungið fyrir nemendur, starfsfólk og gesti. Í hádeginu var förinni heitið á dvalar­heimilið Grund þar sem ljósmyndari mbl.is náði þessum skemmtilegu myndum af hópnum. Þar var dansað fyrir íbúa og starfsfólks heimil­isins. Peysufatadagurinnhefur verið haldinn hátíðlegur í Kvennaskólanum frá árinu 1921. Í þá daga voru aðeins stúlkur nemendur við Kvennaskól­ann og þær ákváðu til hátíðabrigða að koma á peysu­föt­um í skólann og gera sér dagamun á eftir. Þetta var fyrsti peysufatadagurinn og hefur hann verið end­urtekinn árlega síðan þá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar