Svava söngkennari í Borgarleikhúsinu

Svava söngkennari í Borgarleikhúsinu

Kaupa Í körfu

Ég starfa við söng af því mér finnst það svo skemmtilegt, ég nærist algerlega á þessu. Ég hef verið með söngdellu frá því ég man eftir mér. Ég var alltaf syngjandi sem krakki, ég söng allt sem ég heyrði í útvarpinu, Bach og diskó og hermdi gjarnan eftir Guðrúnu Á. Símonar óperusöngkonu,“ segir Svava Kristín Ingólfsdóttir, söng- kona, söngkennari og kórstjóri. „Ég bjó á Ísafirði þegar ég var lítil stelpa og þar leitaði ég uppi allt það sem ég gat mögulega sungið, hvort sem það var hjá Hjálpræðishernum eða ein- hverjum öðrum. Þegar ég flutti í bæ- inn var ekki mikið um vettvang fyrir ungt fólk til að syngja eins og er í dag. En þegar ég var fimmtán ára var pabbi orðinn svo þreyttur á söngnum í mér að hann hringdi þeg- ar hann sá auglýsingu frá Pólýfón- kórnum og bað um að ég yrði tekin í kórinn. En ég var feimin og þorði ekki í söngprufuna sem þurfti til að komast inn.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar