Fýll

Malín Brand

Fýll

Kaupa Í körfu

Pípunefurinn fýll ber latneska heitið Fulmarus glacialis og er með algeng- ari tegundum hér á landi. Hann hefur verið kallaður múkki og á það til að spýta eða „æla“ lýsi sé honum ógn- að. Þeir sem fengið hafa slíka spýju yfir sig gleyma því ekki svo glatt þar sem lýsið og matur á ýmsum stigum meltingarinnar lyktar býsna illa. Eins og fram kemur á góðri vefsíðu Nor- wegian Polar Institute er fýllinn eini pípunefurinn sem verpir á Svalbarða. Fýllinn fjölgar sér ekki sérlega hratt enda verpir hann aðeins einu eggi og liggur á í um 50 daga. Það má með sanni segja að margt sé áhugavert í lífshlaupi fýlsins. Dán- artíðni fullorðinna fugla er lág, eða innan við 5% á ári. Og gamall getur hann orðið! Talið er að þeir geti orðið yfir 60 ára gamlir þó svo að sá elsti sem vitað er um á Svalbarða hafi „aðeins“ orðið 26 ára gamall.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar