Hornafjörður - Höfn - flug - Isavia - flugvöllur

Sigurður Bogi Sævarsson

Hornafjörður - Höfn - flug - Isavia - flugvöllur

Kaupa Í körfu

Koma þarf upp tækjum og aðstöðu á Hornafjarðarflugvelli svo þar megi af- greiða flugvélar sem eru í ferjuflugi til og frá Evrópu. Þetta segir í þingsálykt- unartillögu sem átta þingmenn Suðurkjördæmis, með Unni Brá Konráðsdóttur sem fyrsta flutningsmann, hafa lagt fram. Í tillögunni segir að þessi breyting kæmi sér vel vegna fjölgunar ferðamanna á svæðinu. Kannað hafi verið að gera flugvellina á Höfn, í Eyjum og á Ísafirði hæfa til millilandaflugs og samkvæmt því þurfi að bæta aðstöðu til vopnaleitar og öryggismál almennt. Allt miðast þetta við minni farþegaflugvélar í millilandaflugi og vélar í ferjuflugi, en flutn- ingsmenn sjá fyrir sér að koma vélanna til Hafnar með farþega myndi efla starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar