Bakarí Jóa Fel

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Bakarí Jóa Fel

Kaupa Í körfu

Bakarí sem hefur þróast í sælkeraverslun Bakaríkið Hjá Jóa Fel hefur verið að breytast í sælkeraverslun síðustu daga. Frönsk salamipylsa, Parísarskinka, úrvalskjöt á grillið, fylltir brieostar og nýbakað kryddbrauð er meðal þess sem fyrir augu ber. Bakaríið sem Jóhannes Felixson byrjaði með fyrir nokkrum árum við Kleppsveg hefur nú verið stækkað um helming og er í raun ekki bara bakarí lengur því þar er að finna úrval af áleggi, myndarlegt kjötborð, úrval osta, eftirrétta, sérlagað konfekt og kökur svo dæmi séu tekin. MYNDATEXTI: Ómar Grétarsson og Gísli Gunnarsson hjá Kjötlist með sýnishorn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar