Landsmót hestamanna

Brynjar Gauti Sveinsson

Landsmót hestamanna

Kaupa Í körfu

LANDSMÓT hestamanna var sett í gær í Víðidal í Reykjavík en þetta er í fyrsta skipti sem mótið er haldið í höfuðborginni. Áður en mótið var sett fóru um 600-800 manns í hópreið umhverfis Rauðavatn. Meðal þeirra sem fóru fyrir hópnum voru Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, ráðherrarnir Páll Pétursson, Guðni Ágústsson, Árni Mathiesen, Sturla Böðvarsson og Siv Friðleifsdóttir auk fulltrúa erlendra ríkja. MYNDATEXTI: Um 600-800 manns tóku þátt í hópreið Landssambands hestamannafélaga umhverfis Rauðavatn í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar