Hettusöngvari

Hettusöngvari

Kaupa Í körfu

Margur torkennilegur fuglinn hefur sést þessar vik- urnar á Íslandi, eins og jafnan gerist á þessum árs- tíma. Eru þar á ferðinni gestir frá útlöndum, aðallega Evrópu, sem borist hafa með kröppum lægðum yfir Atlantsála og norður hingað, á leiðinni úr varpheim- kynnum sínum og yfir á vetrarslóðir sunnar í álfunni. Einn sá algengasti er þessi á meðfylgjandi ljós- mynd, sem tekin var á Siglufirði. Þetta er hettusöngv- ari, karlfugl. Hann er á stærð við auðnutittling og var áður fyrr gjarnan nefndur munkur, af hettunni sinni. Samkvæmt gamla íslenska misseristalinu fer haustinu senn að ljúka. Fyrsti vetrardagur heilsar á laugardag, 25. október. Eru landsmenn hvattir til að aðstoða smáfuglana þegar jarðbönn eru, kasta einhverju æti- legu til þeirra, hrakningsfugla sem innlendra stað- fugla

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar