Æfa viðbrögð við ebólu

Hallur Már Hallson

Æfa viðbrögð við ebólu

Kaupa Í körfu

Starfsfólk á Landspítala hefur æft viðbrögð við því ef ein- staklingur sýktur af ebóluveiru kæmi til landsins. Í fyrradag hófust námskeið þar sem starfsmenn fá þjálfun í að klæða sig í veiruhelda heilgalla og setja upp veiru- held gleraugu. Búið er að setja saman sérhæft 30 manna teymi vegna faraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hafa verið settar upp nokkrar sviðsmyndir ef upp kemur ebólusmit á spítalanum og í landinu. Meðal annars hefur verið sett saman sérstakt viðbragðsteymi sem myndi hafa það hlutverk að sinna sjúklingi sem bæri smitið. Það teymi kom saman í gær í fyrsta skipti. Sá viðbragðshópur þarf sérstaka þjálfun til að bregðast rétt við og með- höndla súklinginn á réttan hátt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar