Bikarmót Íslands á skautum - Agnes Dís
Kaupa Í körfu
Listdans á skautum skautadans. Agnes Dís Brynjarsdóttir úr SB varð um helgina bikarmeistari í listhlaupi á skautum, hafði betur í einvíginu við Völu Rún B. Magnúsdóttur úr SR, meistara síðasta árs. Akureyringar einokuðu efstu sætin í stúlknaflokki þar sem Emilía Rós Ómarsdóttir varð hlutskörpust. Agnes Dís hlaut 88,88 stig fyrir æf- ingar sínar um helgina, Vala Rún fékk 83,48 fyrir sínar æfingar og í þriðja sæti varð Þuríður Björg Björg- vinsdóttir úr SB með 78,26 stig. Í stúlknaflokki fékk Emilía Rós 71,10 stig, Marta María Jóhanns- dóttir var með 65,67 stig í öðru sæti og Pálína Höskuldsdóttir 50,65 stig í þriðja sæti, en allar eru þær úr SA. Keppnin var hnífjöfn í unglinga- flokki A. Agnes Dís gaf tóninn í stuttu æfingunum á laugardaginn og voru æfingar hennar nær hnökralausrar þannig að hún setti mikinn þrýsting á aðra keppendur sem komu á eftir henni, en hún fékk 33,68 stig fyrir æf- ingarnar. Vala Rún, sem var meidd á fyrsta móti vetrarins fyrir mánuði, lét spennuna ekki slá sig út af laginu og sýndi frábærar æfingar sem hún fékk 37,08 yfir og er það hæsta einkunn sem sést hefur hér á landi í unglinga- flokki. Spennan í gær var mikil þegar stúlkurnar sýndu frjálsu æfingarnar. Agnes Dís sýndi mikið öryggi og stökkin voru fín hjá henni og fékk hún hæstu einkunn allra fyrir og skaust upp fyrir meistara síðasta árs.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir