Læknavaktinn í verkfalli lækna

Læknavaktinn í verkfalli lækna

Kaupa Í körfu

Mikið álag var á bráðamóttöku Landspítalans og læknavaktinni í Kópavogi þar sem neyðarþjónustu var sinnt vegna verkfallsaðgerða lækna. Lágmarksstarfsemi var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgar- svæðinu og víða á landsbyggðinni, sem og á kvenna- og barnadeild og á rannsóknarsviði Landspítala (LSH). Löng bið var eftir þjónustu og álag á þeim læknum sem sinntu starfseminni mikið. „Það er talsvert álag og við erum í svolitlum vand- ræðum. Það liggja margir á gangi og við höfum illa undan með flæðið,“ segir Svanur Sigurbjörns- son, læknir á bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi, sem stýrði vakt í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar