Handboltalandsliðið

Handboltalandsliðið

Kaupa Í körfu

Handboltalandsliðið á æfingu. Róbert Gunnarsson, Ernir Hrafn Arnarson og Arnór Atlason tókust á æf- ingu landsliðsins í Framhúsinu. Þeirra bíða leikur við Ísraelsmenn á morgun. Annað kvöld hefst undankeppni Evr- ópumeistaramótsins í handknattleik karla. Alls keppa landslið 28 þjóða og skiptast þau niður í sjö riðla. Innan hvers riðils leika allir við alla, heima og að heiman. Tvær efstu þjóðirnar tryggja sér, að lokinni riðlakeppninni í júní á næsta ári, keppnisrétt í loka- keppni EM sem fram fer í Póllandi síðari hluta janúar 2016. Alls komast 14 lið áfram í lokakeppnina í Póllandi í gegnum riðlakeppnina en 16 lið taka þátt í keppninni. Í hóp þjóðanna 14 bætast landslið gestgjafanna og Evr- ópumeistarar Frakka sem taka ekki þátt í undankeppninni. Þetta er í þriðja sinn sem undan- keppni EM er með þessum hætti; að leika undankeppnina í riðlinum. Frá árinu 1999 voru leiknir svokallaðir umspilsleikir, þar sem tvö landslið mættust í tveimur leikjum um keppn- isrétt í lokakeppni EM.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar