frá afmælishátíð kvenfélags Rípurhrepps
Kaupa Í körfu
Kvenfélag Rípur- hrepps 145 ára og elst kvenfélaga. Sigrún Hróbjartsdóttir heiðursfélagi og Ásbjörg Valgarðsdóttir, formaður kvenfélagsins. „Þetta er mjög gefandi og skemmti- legt,“ segir Ásbjörg Valgarðsdóttir, formaður Kvenfélags Rípurhrepps, elsta kvenfélags landsins, um starf- semi félagsins, sem hélt upp á 145 ára afmælið í félagsheimilinu í Hegranesi í Skagafirði um helgina. Árið 1869 sendu konur í Kven- félagi Rípurhrepps fréttatilkynn- ingu um fyrstu fundi félagsins til blaðsins Norðanfara til að upplýsa lesendur um hvað færi fram á „pilsa- fundum“ svonefndum. Á fyrsta fund- inum var hreinlæti helsta umræðu- efnið og þá var meðal annars sam- þykkt að senda hreina ull í kaup- staðinn, koma upp vefstólum á öllum bæjum og kenna fleiri konum að vefa. Á öðrum fundi var samþykkt að kenna öllum börnum að lesa og skrifa, að viðhalda íslensku þjóðerni, láta börn ekki heita óþjóðlegum nöfnum og síst tveimur eða þremur og að aðstoða við að koma upp mat- jurtagörðum á öllum bæjum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir