Ársfundur FME í Salnum

Ársfundur FME í Salnum

Kaupa Í körfu

Ársfundur FME í Salnum. Íslandsbanki kýs að tjá sig ekki um viðskipti fyrrverandi starfsmanna fyrirtækjaráðgjafar bankans vegna kaupa þeirra á stórum eign- arhlut í félagi tengdu Skeljungi ár- ið 2011. Frá því var greint í Morgun- blaðinu í gær að þau Halla Sigrún Hjartardóttir, stjórnarformaður FME, Einar Örn Ólafsson, fyrrver- andi forstjóri Skeljungs, og Kári Þór Guðjónsson, ráðgjafi og fjár- festir, hefðu hagnast hvert um lið- lega 830 milljónir króna við sölu á Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn í lok árs 2013. Þau störfuðu öll samtímis í fyr- irtækjaráðgjöf Íslandsbanka en hættu þar störfum árið 2009 og undir lok árs 2011. Bankinn hafði umsjón með sölu á Skeljungi til hjónanna Svanhildar Nönnu Vig- fúsdóttur og Guðmundar Arnar Þórðarsonar. Hedda eignarhalds- félag, sem var að fullu í eigu hjónanna, keypti sömuleiðis P/F Magn af þrotabúi Fons vorið 2009. Var kaupverðið aðeins á þriðja hundrað milljóna. Tveimur árum síðar seldu Svanhildur og Guð- mundur 66% hlut í því félagi til þremenninganna. Var Halla þá starfandi sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka. P/F Magn, ásamt Skeljungi, var síðan selt fyrir samtals átta millj- arða í árslok 2013. Halla Sigrún hefur áður neitað því í fjölmiðlum að hafa átt hlut í Skeljungi eða tengdum félögum. Félag í hennar eigu fór með 22% eignarhlut í Heddu, að því er fram kemur í ársreikningi. Það félag átti 66% hlut í P/F Magn og 25% hlut í Skeljungi í árslok 2013. Halla var skipuð stjórnarformaður Fjármála- eftirlitsins af fjármálaráðherra í desember á síðasta ári. Ekki hefur náðst í Höllu þegar leitað hefur verið eftir viðbrögðum hennar um eignarhlutinn í Heddu og hagnað við sölu á P/F Magn og Skeljungi. Í samtali við Morgun- blaðið í gær sagði upplýsingafulltrúi FME að stofnunin gæti ekkert tjáð sig um málið og vísaði á Höllu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar