Ísland - Ísrael

Ísland - Ísrael

Kaupa Í körfu

Flugeldasýning í Laugardalshöll. Sautján marka sigur á máttlausum Ísraelsmönnum Styrkleiki að leika á fullri ferð til enda. Sjálfstraustið endurheimt Gott veganesti fyrir ferð til Svartfjallalands. „Strákarnir okkar“ eru mættir til leiks á nýjan leik, ferskir eftir von- brigðin á vormánuðum og sumarleyfi. Hafi einhver óttast að þeir myndu dvelja lengi við fortíðina án þess að draga af henni lærdóm þá var sá ótti ástæðulaus. Íslenska landsliðið kom af fullum krafti til leiks, einbeitt og ákveðið að stefna ótrautt áfram að skemmta sjálfum sér og Íslendingum með það sem næsta markmið að taka þátt í Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Póllandi eftir rúmt ár. Þetta undirstrikaði íslenska lands- liðið með því að slá upp flugeldasýn- ingu í Laugardalshöll í gærkvöldi í síðasta heimaleik sínum á þessu ári og jafnframt í fyrsta leik undankeppni Evrópumótsins 2016.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar