Þar sem ísinn rymur
Kaupa Í körfu
Hópur Íslendinga á siglingu um Scoresbysund á Austur- Grænlandi fann fyrir tilviljun mannvistarleifar þegar farið var á land í Hreindýrafirði. „Við sáum undirlendi sem leit spenn- andi út. Þar er veðursæld og hugsi maður eins og inúíti gæti verið gott að búa þar,“ segir einn leiðangursmanna, Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur. „Við fundum kofa og hleðslu inn í hann, mögulega til að verjast því að ísbirnir réðust inn á heim- ilið. Þar fundum við rifbein sem greinilega hafði verið tálgað til sem rif í kajak og ætlum að láta aldursgreina það. Ég gæti trú- að að þessar rústir væru frá því í byrjun litlu-ísaldar, kannski frá því um fjórtán hundruð. Þótt það sé engin byggð þarna núna var greinilega búið þar áður fyrr.“ Siglingin var farin um miðjan september síðastliðinn og tók átta daga. Meðal leiðangursmanna var Ragnar Axelsson, ljós- myndari Morgunblaðsins, og varð siglingin kveikja að blað- auka, Þar sem ísinn rymur, sem dreift er með Morgunblaðinu í dag. Þar segja Ragnar, Haraldur Sigurðsson og Heiðar Guð- jónsson hagfræðingur ferðasöguna, auk þess að fjalla um tengsl Íslands og Grænlands fyrr og nú og velta fyrir sér fram- tíð norðurslóða sem nú er mjög í deiglunni. Blaðinu verður líka dreift á ráðstefnunni Arctic Circle sem hefst í Hörpu í dag.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir