Eldgos í holuhrauni 29 október

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eldgos í holuhrauni 29 október

Kaupa Í körfu

Mikið magn af gastegundum losnar úr kvikunni sem kemur upp í gosinu í Holuhrauni, þ.á m. brennisteins- tvíoxíð, koltvísýringur og vatnsgufa. Brennisteinsgasið getur valdið fólki óþægindum í miklum styrk. Sjúklingum á sjúkrahúsinu á Akur- eyri varð ekki meint af brennisteins- oxíði sem mældist í miklum styrk þar í gær. Gluggum var lokað og slökkt á loftræstikerfi sjúkrahússins um tíma vegna gassins sem barst frá eldstöðvunum í Holuhrauni. Styrkur brennisteinsgassins mældist allt upp í 6.000 míkrógrömm á rúmmetra með handmæli frá al- mannavörnum við sjúkrahúsið í gær. Gildin voru einnig há víðar um norð- an- og vestanvert landið. Almanna- varnir sendu sms-skeyti á alla íbúa í Eyjafirði, Snæfellsnesi og að Búðar- dal þar sem þeim var ráðlagt að halda sig innandyra. Að sögn Hildigunnar Svavarsdótt- ur, formanns viðbragðsstjórnar sjúkrahússins á Akureyri, brást stjórnin við strax í gærmorgun þeg- ar upplýsingar lágu fyrir um há gildi brennisteinsgass í bænum. Tekin var ákvörðun um að slökkva á loft- ræstikerfinu og loka gluggum til að verjast gasinu. Kveikt var aftur á kerfinu síðdegis þegar gildin tóku að lækka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar