Samráðshópur í Skógarhlíð - Holuhraun

Samráðshópur í Skógarhlíð - Holuhraun

Kaupa Í körfu

Samráðshópur hefur komið reglulega saman í sam- hæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð vegna eldgossins í Holuhrauni. Öll vinna og skipulag al- mannavarnadeildar ríkis- lögreglustjóra miðast við að gosið í Holuhrauni standi lengi yfir, jafnvel ár. Þó eru ekki skipulagðar vaktir nema 2-3 vik- ur fram í tímann. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarna, segir að engu að síður séu menn farnir að huga að fyrirkomulaginu um jól og áramót. Reynt sé að keyra kerfið á lágmarksmannskap og dreifa vinnuá- lagi á stærri hópa, bæði til að halda niðri kostnaði og þreyta ekki mann- skapinn um of. „Það er mikil vinna að láta þetta allt ganga upp og við þurfum stund- um að kalla fólk inn úr fríum. Margir leggjast á eitt og þannig hefst þetta. Ég sagði það nú á öðrum degi þess- arar atburðarásar í ágústmánuði að menn yrðu að passa sig á að keyra sig ekki strax út, því við gætum átt eftir að standa í þessu í 75 daga að minnsta kosti. Það hefur gengið eftir og vel það. Núna vinnum við í raun- inni eftir plani sem gerir ráð fyrir að við þurfum að takast á við þetta næstu árin,“ segir Víðir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar