Ragna Erlendsdóttir og börn

Ragna Erlendsdóttir og börn

Kaupa Í körfu

Einstæð tveggja barna móðir í Reykjavík sem hefur verið heimilis- laus síðan í júní segir velferðarkerfið bregðast skyldum sínum gagnvart þeim sem höllum fæti standa. Konan heitir Ragna Erlendsdóttir og á tvær dætur, 5 ára og 11 ára. Þriðja dóttir hennar, Ella Dís, lést síðastliðið sumar. Ella Dís var með sjaldgæfan sjúkdóm og lengi bundin við hjólastól og með öndunarvél. Vegna veikinda Ellu Dísar þurfti Ragna að leggja út í ýmsan kostnað, meðal annars vegna læknisþjónustu erlendis. Sá kostnaður leiddi að lok- um til þess að Ragna fór í gjaldþrot. „Ég missti húsnæðið mitt og dóttur mína á sama tíma. Síðan get ég ekki fengið leigt á almennum leigumarkaði vegna gjaldþrots. Ég leitaði því til Fé- lagsþjónustunnar og var sagt að ég fengi næstu lausu íbúð. Nú eru liðnir fjórir mánuðir en ekkert gerist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar