Pollapönks Messa

Styrmir Kári

Pollapönks Messa

Kaupa Í körfu

700 manns sóttu Stjörnumessu í Vídalínskirkju. Fullt var út úr dyrum í Vídalínskirkju í Garðabæ í gær þegar um 700 manns sóttu Stjörnumessu „með Jesú og Pollapönkurum“. Var ekki annað að sjá en að ungir sem aldnir hefðu skemmt sér vel. Auk Pollapönks léku liðsmenn íþróttafélagsins Stjörnunnar í Garða- bæ listir sínar en stúlkur í fimleika- félaginu gengu inn kirkjugólfið á höndunum á meðan knattspyrnuiðk- endur héldu bolta á lofti. Í ár flutti svo Glódís Perla Viggósdóttir, knatt- spyrnukona, hvatningarræðu fyrir hönd félagsins. Samstarfið skapar félagsauð Við undirbúning guðþjónustunnar stakk Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknar- prestur Garðabæjar, upp á því við Heiðar Örn Kristjánsson, Pollapönk- ara og æskulýðsfulltrúa Vídalíns- kirkju, að hljómsveitin myndi koma og skemmta. „Hann hringdi í sína menn og þeir voru ekki lengi að samþykkja þetta, en það var stórmannlegt af þeim því þrír þeirra eru harðir FH-ingar,“ segir Jóna Hrönn kímin en eins og kunnugt er sigraði Stjarnan FH í úr- slitaleik um meistaratitillinn í knatt- spyrnu í ár. „Þeir voru samt í FH- búningunum undir göllunum sínum.“ Heiðar Örn segir messuna hafa tek- ist vel. „Þetta var meiriháttar stuð og gaman að taka þátt í þessu.“ Um ein- stakan viðburð var að ræða fyrir Polla- pönk, en Vídalínskirkja hefur haldið sérstaka guðsþjónustu í samstarfi við Stjörnuna síðastliðin fimm ár. Sam- starfið skiptir starfsfólk kirkjunnar miklu máli og skapar mikinn félagsauð í bæjarfélaginu að sögn Jónu Hrannar. Auk þess að skemmta gestum kynnti hljómsveitin sérstakan sjóð sem meðlimir hennar stofnuðu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar þar sem hægt er að styrkja íslensk börn í tón- listarnámi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar