Veðurblíða

Kristján Kristjánsson

Veðurblíða

Kaupa Í körfu

Nýliðinn júnímánuður er sá sólríkasti á Akureyri síðan mælingar hófust árið 1928. Sólarstundir í mánuðinum voru 284,8 en sá júnímánuður sem áður átti metið var árið 1982 með 263,8 sólarstundir. Það er því ljóst að Akureyringar þurfa ekki að kvarta yfir sumrinu hingað til og svo er bara að sjá hvað setur á næstu mánuðum. Myndatexti: Krakkarnir á Leikskólanum Holtakoti kældu sig í buslulaug þegar sólin var hvað heitust.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar