Mótmæli við Alþingi á Austurvelli

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mótmæli við Alþingi á Austurvelli

Kaupa Í körfu

Undirbúa frekari mótmæli. Svavar Knútur Kristinsson, einn skipuleggjenda mótmæla á Austur- velli í gær, segir þá sem að þeim stóðu munu hittast í vikunni til að undirbúa næsta mótmælafund. Dagsetningar liggja ekki fyrir. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu áætlar að 4.500 manns hafi komið saman á Austurvelli þegar mest var klukkan 17.30. Mótmælin hófust klukkan fimm og var þeim að mestu lokið um sjöleytið. Þau fóru friðsamlega fram, að sögn Arnars Marteinssonar, aðalvarð- stjóra hjá lögreglunni. Spurður um tilefni mótmælanna segir Svavar Knútur það hugsun frá 19. öld að mótmæli þurfi að snú- ast um eitt tiltekið baráttumál. „Ég skil ekki þá kröfu að mót- mæli þurfi að vera um eitthvað eitt,“ segir Svavar Knútur. Aðspurður hvaða nafn eigi að gefa mótmælunum segir Svavar Knútur vel við hæfi að kalla þau „ljósamótmælin“. „Við ætlum að reyna að vísa stjórnvöldum leiðina að betri samskiptum og betra lífi,“ segir hann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar