Fræðslustígur í Elliðaárdal

Fræðslustígur í Elliðaárdal

Kaupa Í körfu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, opnaði í fyrradag þriggja km langan fræðslustíg, sem lagður hefur verið um neðanverðan Elliðaárdal, milli hitaveitustokksins neðan við Rafstöðina og göngubrúarinnar út í árhólmann, skammt neðan við félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur. Við fræðslustíginn eru 15 skilti þar sem fram koma margvíslegar upplýsingar um náttúrufar og lífríki Elliðaárdals og fjallað er um sögu og fornminjar á þessum slóðum. Myndatexti: Borgarstjóri tók fræðslustíginn í notkun við athöfn við Rafstöðina í Elliðaárdal í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar