Nýji Álftanesvegurinn
Kaupa Í körfu
Í lok vikunnar verður endurnýjaður hluti gamla Álfta- nesvegar í Garðabæ opnaður að nýju og umferð verður hleypt þar um. Frá 27. október hefur umferð farið um hjáleið á Garðavegi. „Við malbikum þarna á miðvikudag og hleypum umferð þar um á föstudag,“ segir Gunnar Páll Viðarsson, verkefnastjóri hjá Íslenskum aðal- verktökum. Í framhaldinu verður haldið áfram með lagn- ingu nýs Álftanesvegar sem mun liggja um Garðahraun. Að sögn Gunnars er erfiðasta hluta verksins nú lokið. Segir hann að nú starfi um 20 manns við lagningu veg- arins. Annars vegar menn sem sinni jarðvinnu og hins vegar stjórnendur. „Í næsta fasa munum við klára lögin í gegnum hraunið. Við erum búnir að sprengja í gegnum hraunið en nú förum við í það að byggja upp veginn,“ segir Gunnar Páll. Verkið felst í því að leggja nýjan 4 km langan veg frá Hafnarfjarðarvegi að Bessastaðavegi. „Verkið er á áætlun og við ljúkum því í lok september á næsta ári,“ segir Gunnar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir