Sperðlar

Atli Vigfússon

Sperðlar

Kaupa Í körfu

Ég hef mjög gaman af því að reykja og ein ástæðan fyrir því er auðvitað sú að mér finnst hangikjöt og sperðlar góður matur. Ég er búinn að reykja í nærri 50 haust og það er alltaf jafn gaman.“ Þetta segir Sigurgeir Hólmgeirsson, bóndi á Völlum í Þingeyjarsveit, sem þessa dagana er upptekinn við að reykja haust- matinn. „Ég reyki í gamalli smiðju úr torfi og grjóti sem upphaflega var hesthús. Það var byggt í lok 19. aldar, en því var breytt í smiðju árið 1906 og þá var hætt að hafa hesta í því. Stafninn var endurnýj- aður um 1970 og húsið stendur fyr- ir sínu og heldur upprunalegu út- liti,“ segir Sigurgeir og tíundar ágæti þess að reykja í torfhúsi. „Það er ekki sama í hvers kon- ar húsi maður reykir og í vætutíð og hríðum er best að reykja í svona húsi því það saggar ekki eins að innan eins og t.d. bárujárns- reykhús. Reykurinn verður mildari í torfhúsi, en auðvitað er best að reykja í þurru og hægu veðri,“ bætir Sigurgeir við sem veit sínu viti um það hvenær maturinn er hæfilega reyktur. Sigurgeir reykir við tað, en stundum hefur hann haft trjábörk, t.d. af lerki sem hann hefur tekið í skóginum heima við bæinn. Hann segir að trjábörkurinn gefi ákveð- inn keim, en það megi ekki nota of mikið af honum. Bara aðeins með. Reykmetið hjá Sigurgeiri er vinsælt, en hann reykir alltaf fyrir systkini, frændfólk og vini, m.a. bróðurdóttur sína í Reykjavík. Hann reykir eistu, hangikjöt, kýrt- Gott að reykja í Sigurgeir á Völlum hefur reykt spreðla og hangikjöt í nærri 50 haust og finnst það alltaf jafn gaman. Reykhúsið er frá 19. öld og heldur upprunalegu útliti. Hann fer þrisvar á dag til að bæta á eldinn. Besta kjötið segir hann vera af geldum ám. ungur, rúllupylsur, silung og sperðla. Hann þreifar á sperðl- unum til þess að vita hvenær þeir eru reyktir, en hann segir að sperðlar í þessum nýju plastgörn- um séu lengur að reykjast heldur en sperðlar sem eru í lambagörn- um. Áður þurfti bara að reykja þá í þrjá daga, en nú þurfi stundum að reykja þá í heila viku. Það fer eftir plastinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar