Einar Örn Benediktsson

Einar Falur Ingólfsson

Einar Örn Benediktsson

Kaupa Í körfu

Einar Örn Benediktsson sýnir teikningar í Listamenn gallerý. Ég hef alltaf teiknað og svo hef ég teiknað kápumyndir á bækur Braga Ólafssonar,“ segir Einar Örn Bene- diktsson, tónlistarmaður með meiru, þegar hann tekur á móti blaðamanni í Gallerí Listamönnum, Skúlagötu 32, þar sem hann opnar sýningu á teikn- ingum klukkan 17 í dag. Sýningin tengist Airwaves-hátíðinni þar sem Einar Örn kemur einnig fram ásamt Curver Thoroddsen félaga sínum í Ghostdigital á skemmtistaðnum Húrra eftir miðnætti í kvöld. „Í sumar fékk ég áskorun um að byrja að teikna aftur og þá settist ég niður og hafði svo gaman af því að ég hélt áfram,“ segir hann. Í römmunum gefur að líta fjörlegar teikningar af fí- gúrum sem flestar eru dregnar með einni óslitinni línu. „Ég er oft að segja litlar sögur í þessum teikningum. Og mér finnst gaman að teikna!“ bætir Einar Örn við. „Oft eru þetta partímyndir, fólk að fagna. Sumir eru að kynnast og fara varlega í hlutina, eins og hér.“ Hann bendir. „Þessir fagna ógurlega“ – hann gengur á röðina – „þessir eru að ná sambandi og þessi gefur okkur „high five“. Hér er einn með kjaft, þessir eru glaðir í sólinni og hér er smá þukl í partíinu ...“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar