Mengun yfir borginni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mengun yfir borginni

Kaupa Í körfu

Mjög lítil loftgæði voru í höfuð- borginni í gær vegna gasmengunar frá Holuhrauni. Styrkur brenni- steinsdíoxíðs mældist 1.080 míkróg- römm á rúmmetra í loftgæðamæli- stöðinni í Grafarvogi í gærmorgun. Ef styrkur fer yfir 600 míkró- grömm á rúmmetra er fólki ráðlagt að forðast áreynslu utandyra og þeim sem viðkvæmir eru í lungum er ráðlagt að fylgjast vel með loft- gæðum, eins og fram kemur í upp- lýsingum frá Umhverfisstofnun. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði því til að börnum yrði haldið inni í skólum í gær þegar loftgæðin voru sem minnst. Veðurstofan spáir því að í dag berist gasmengun frá eldgosinu til norðurs og austurs. Vart gæti orðið við mengun frá Skagafirði í vestri og austur á firði. Ríkisstjórnin samþykkti á ríkis- stjórnarfundi í gær að veita 329 milljónir króna til lykilstofnana vegna áfallins kostnaðar vegna að- gerða sem tengjast eldgosinu og jarðhræringunum norðan Vatna- jökuls. Auk þess voru teknar frá 358 milljónir króna til áramóta til að nota ef ástand á gossvæðinu helst óbreytt. Gert er ráð fyrir að féð verði að hluta nýtt til fjölgunar á nettengdum mælitækjum sem vakta styrk og gildi brennisteinsdíoxíðs

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar