Stakkholt 2

Stakkholt 2

Kaupa Í körfu

Fjársterkir aðilar kaupa tugi íbúða í einu lagi Slík viðskipti geta skilað hundraða milljóna hagnaði Félag fasteignasala telur slík viðskipti geta tryggt verktökum ódýrari fjármögnun á byggingartíma. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir kaup fjár- sterkra aðila á fjölda íbúða orðin meira áberandi en áður. Þau séu að koma fram að nýju. Eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu á síðustu dögum hafa fjárfestar keypt samtals 109 íbúðir í fjórum nýjum fjölbýlishúsum sem eru í byggingu. Þessi dæmi voru valin af handahófi og gefa ekki tæmandi mynd af slíkum viðskiptum. Í fyrsta lagi keypti MýrInVest 31 íbúð á Mýrargötu 26. Kaupverðið var tæplega 1.468,2 milljónir króna, eða um 340 þúsund kr. á fermetra, og má lauslega áætla að söluhagnaður geti orðið rúmar 500 milljónir. Hjá Cre- ditinfo eru tveir hluthafar skráðir í félaginu, Riverside Capital ehf. og Guðmundur Ingi Jónsson. Í öðru lagi keypti félagið Stakk- holt-miðbær 48 íbúðir í heilum stiga- gangi í Stakkholti 2a. Sex íbúðir á sex hæðum voru valdar af handahófi og var meðalfermetraverðið tæplega 439 þús. krónur. Miðað við það fer- metraverð er samanlagt söluverð íbúðanna 48 alls um 1.638 milljónir. Íbúðirnar eru 3.735 fermetrar. Stjórn félagsins skipa Ingi Guðjónsson lyfja- fræðingur og Jón Á. Ágústsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar