Múlakot -Fljótshlíð - friðlýst hús- Rangárþing eystra

Sigurður Bogi Sævarsson

Múlakot -Fljótshlíð - friðlýst hús- Rangárþing eystra

Kaupa Í körfu

Sjálfseignarstofnun um bæinn í Hlíð- inni Endurbyggja á hús frá 1896 Einn fyrsti gististaður í sveitum lands Listamenn voru oft á ferðinni. „Múlakot er bær sem á sér sögu, en hve merk hún er gerðum við okkur kannski ekki að fullu ljóst þegar við eignuðumst jörðina og húsin hér. Byggingarnar eru það sem kalla má menningarminjar og af ýmsu hér á bæ fór orð fyrr á tíð. Þetta var listasetur á svo margan hátt,“ segja hjónin Sigríð- ur Hjartar og Stefán Guðbergsson í Múlakoti í Fljótshlíð. Hótel, skrúðgarður og listasetur Næstkomandi laugardag, 8. nóv- ember, verður í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð málstofa um varðveislu og endurreisn í Múla- koti. Kynnt verða áform um stofn- un sjálfseignarstofnunar, en ætl- unin er að endurbyggja á hennar vegum gömlu Múlakotshúsin sem forsætisráðherra friðlýsti sumar að tillögu Minjastofnunar Íslands. Íbúðarhúsið í Múlakoti, sem er innarlega í Fljótshlíðinni, var reist í nokkrum áföngum á árunum 1898 til 1946. Þetta er stórhýsi sem stendur á rústum torfbæjar fyrri alda. Alls 27 vistarverur eru í byggingunni og þarna var rekið eitt fyrsta sveitahótelið á Íslandi. Innbú gamla tímans er að stórum hluta enn í húsinu, en í því var bú- ið fram til 1997. Þá eru á bæj- arstaðnum rústir hesthúss, hlöðu og súrheysturns og lystigarður Guðbjargar Þorleifsdóttur, einn fyrsti skrúðgarðurinn á Íslandi. Í garðinum er gestastofa, sem form- lega er kölluð lysthús, og að húsa- baki er svo skemma sem áður var vinnustofa Ólafs Túbals listmál- ara, sem átti heima í Múlakoti alla sína ævi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar