Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets.

Þórður Arnar Þórðarson

Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets.

Kaupa Í körfu

Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. „Það verður að bregðast við. Vand- inn er orðinn sambærilegur og var þegar ráðist var í lagningu byggða- línunnar á sínum tíma. Það mynd- ast eyjar í raforkukerfinu vegna þess að byggðalínan er ekki nógu öflug til að anna álaginu,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Liðin eru 30 ár frá því landið var hringtengt með síðasta áfanga byggðalínunnar svonefndu. Stjórnvöld ákváðu á árinu 1974 að leggja háspennulínu á milli Norður- og Suðurlands og var haf- ist handa við framkvæmdir árið eftir. Þórður rifjar upp að aðdrag- andann megi rekja til olíu- kreppunnar. Olíukostnaður við upphitun húsa og raforkufram- leiðslu var orðinn stór þáttur í þjóðarbúskapnum. Til þess að nýta innlenda orku þurfti að samtengja íslenska raforkukerfið. Fram að þeim tíma var öflugt flutningskerfi frá virkjunum á Suðurlandi og um Suður- og Suðvesturland. Þórður segir að þrjár aðrar raffræðilegar eyjar hafi verið í kerfinu, Norður- land, Austurland og Vestfirðir. Þær hafi haft vatnaflsvirkjanir, eins og Laxárvirkjun fyrir norðan, en orðið að keyra dísilvélar til að fylla upp í skörðin. „Til að nýta orkuna þurfti að tengja Búrfells- virkjun og fyrirhugaðar virkjanir á Þjórsársvæðinu við hin kerfin. Það var gert með línum sem fengu samheitið byggðalínan,“ segir Þórðu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar