Jólatré sett upp við Mörkina í Reykjavík

Golli@mbl.is

Jólatré sett upp við Mörkina í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Jólatré eru farin að rísa í Reykjavík og boða þau að farið sé að styttast í árlega hátíð ljóss og frið- ar og fæðingarhátíð frelsarans. Borgarstarfsmenn voru í gær að reisa þetta fallega jólatré á hól við enda gömlu Suðurlands- brautar, á sömu slóðum og merki borgarinnar gert úr blómum gleður borgarbúa á sumrin. Borgarstarfsmennirnir sögðu að setja ætti upp 20-30 jólatré á víðavangi að þessu sinni og voru þeir um það bil hálfnaðir við verkið í gær. Tréð sem sést á myndinni var höggvið í Öskju- hlíðinni og hefur augljóslega þrifist vel þar. Einnig verða sótt jólatré í Elliðaárdal og víðar í skóga innan borgarinnar. Almennt stendur til að hefja jólaskreytingar í Reykjavík í kringum 15. nóvember, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Reykjavíkurborg í gær. Það er nokkru fyrr en venjulega. Í dag eru réttar sjö vikur þar til sjálfur jóla- dagurinn, 25. desember, rennur upp en að- fangadag ber upp á miðvikudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar