Hrísdalur

Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Hrísdalur

Kaupa Í körfu

Gunnar Sturluson nýtur þess að sjá ungviðið á hestabúgarðinum vaxa upp og verða að brúklegum hrossum Segir að sameining hestamanna myndi stuðla að friði Íslendingar taka í fyrsta skipti þátt í undirbúningi Heimsleika íslenska hestsins. „Ég skipulegg mig í kringum þetta tvennt. Vinnan hefur alltaf forgang, enda lögmennskan einstaklega áhugavert starf, og ég hef alltaf unnið mikið. Það er líka gott að geta tæmt hugann með því að sinna hestunum,“ segir Gunnar Sturluson hæstaréttarlögmaður um samræm- ingu ábyrgðarmikils starfs hjá LO- GOS, stærstu lögmannsstofu lands- ins, og hestamennskunnar. Hann bætir því við að ekki sé tími af- gangs fyrir önnur áhugamál. Gunnar fer oftast úr jakkaföt- unum á föstudögum og leggur lög- mannsskikkjuna til hliðar og vinnur sem hrossabóndi um helgar á hestabúgarði sínum, Hrísdal á Snæ- fellsnesi. Þar tekur hann þátt í bú- störfum með starfsfólki sínu. Á sumrin ver hann meiri tíma í sveit- inni og sækir þá vinnu til borg- arinnar. Gunnar hefur komið sér vel fyrir í Hrísdal. Úr íbúðarhúsinu getur hann fylgst með stóði sínu. Þá sér hann vel yfir Miklaholtshreppinn þar sem frændfólk hans er á mörg- um bæjum. Mikilvægast finnst hon- um að sjá heim að Hjarðarfelli þar sem hann var í sveit hjá afa sínum og ömmu, Gunnari Guðbjartssyni bændahöfðingja og Ásthildi Teits- dóttur, og frændum sínum. Þaðan er móðir hans, Hallgerður Gunn- arsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar